Fræðum gegn fordómum.

Friday, February 24, 2006

Sögulegar Sættir.

Sögulegar Sættir

Árið 1945 voru Sameinuðu þjóðirnar stofnaðar, svo var Berlínarmúrinn rifinn árið 1989 og tveimur árum síðar liðu sovétríkin undir lok. Og núna árið 2006 hefur okkur loksins tekist að koma á sáttum milli tveggja ólíkra hópa, Annars vegar eru það ótrauðir og rétthugsandi aðdáendur vaxtarræktar jötunsins Dolph Lundgren en hins vegar tilfinninganæmir og kjölfróðir aðdáendur Van Dammes. En þetta var ekki alltaf svona.

Árið Sem Vináttan Brást.

Þeir hittu strax í sinni vináttu á þennan neista sem maður finnur svo sjaldan í öðru fólki, neistann sem segir manni að hér fari jafningi og að fylgjast með þeirra fyrstu orðræðu var eins og að sjá á vel æft leikrit, leikmaður mindi segja þá æskuvini. Var þeim svo vel til vina eftir þetta og deildu þeir góðum stundum. Það var svo ekki fyrr en árið 1992 sem þýski leikstjórinn Roland Emmerich greip í taum örlaganna er hann bauð þeim kumpánnum hlutverk í mynd sinni Universal Soldier. Þeir gripu þetta tækifæri fegins hendi, enda búnir að plana það lengi að leika saman í mynd. Það veit í raun enginn hvað gerðist svo, en eftir þessa mynd hafa þeir ekkert talað. Það er ekkert sorglegra en vinátta sem fer á hausinn sérstaklega svona góð eins og þeirra.

Sýnum Gott Fordæmi.

Þessi skrípalæti þeirra á millum hafa svo smitað út frá sér, ég meina hver man ekki eftir borgarastyrjöldinni í Madrid '94 og óeirðunum í Breska þinginu '95. Mér finnst þetta ástand ekki líðandi, ég meina hvað höfum við verið að hugsa. Svo hér með er ég tilbúinn að kasta fram sáttarhönd og vona það innilega að aðdáendur Dolphs séu fúsir til sátta. Ég hef ákveðið að taka þetta mál upp á alþjóðlegri Van Damme ráðstefnu sem haldin verður í apríl næstkomandi og vonast auðvita eftir góðum undirtektum. Því ég held að ástæða þessiara leiðinda þeirra á millum sé aðalega pressa frá aðdáendum.

Van Damme Í Fullu Fjöri

Félagið er í fullu fjöri þessa daganna, við höfum meðal annars verið að vinna að verkefni sem við köllum "Van Damme til Afríku" í samvinnu við aðdáendahóp Dammes í Rússlandi og er megin tilgangur þess að breiða út fagnaðarboðskapinn og sýna munaðarlausum og svöngum börnum í Afríku myndir Dammes. Þetta verkefni kemur til með að kosta sitt svo endilega komdu þér í samband við okkur og láttu gott af þér leið. Svo erum við með fullt af öðrum verkefnum í gangi og ef þú villt taka þátt þá endilega komdu þér í samband við okkur.


Monday, February 20, 2006

Allt að gerast.

Á laugardaginn héldum við okkar fyrstu samkomu. Við birjuðum á rólegu nótunum, Hörður hélt hörku ræðu um konur í myndum Dammes. Svo kom heiðursgestur kvöldsins Darcy LaPier fjórða eiginkona Dammes, hún hélt skemmtilegan og fræðandi fyrirlestur um einkalíf Meistaranns, þar var sko allt látið flakka, hehe. Síðan horfðum við á Lion Hart, sem er þroskasaga ungs manns sem berst við miskunarlausan og reiðan heim nútímans. Myndinn fjallar í grófum dráttum um Josh unga ninju sem leitar örvæntingafullur af Mister. Lion Hart höfundi tímans til að hefna fyrir bróður sinn Don Beluche. Honum til halds og trausts er Diana æskuvinkona hans. Þau leggja höndum saman um að berja niður Hinn Illa Lion Hart. Það er svo ekki fyrr en þau finna Mister Lion Hart að snjóboltinn fer að rúlla af fullu afli. Falleg saga sem gefur manni trú á hið góða sem heimur hefur uppá að bjóða. Næstakomandi föstudag munum við svo halda okkar næstu samkomu og eru allir velkomnir. Þar kem ég til með halda safaríkan fyrirlestur um persónu sköpun Dammes og þá sér í lagi vondu kallanna. Þeir eru ekki bara eitthverjir skúrkar sem myndast úr engu, Neim hver karakter á sína forsögu og það er ástæða fyrir því að þeir eru eins og þeir eru. Það er þessi dýpt sem hann gefur persónum sínum, ekki bara góða gæjanum heldur öllum, sem heillar mig svo við hann Damme. Stöndum saman og Fræðum gegn Fordómum. Allir að mæta.

Thursday, February 16, 2006

Mjúkur maður Bakvið kalt front

Þegar fólk horfir á Dam sér það oft bara harða skelina en veit ekki að undir niðri er hann bara varnalaust lítið barn. Auðvita er hann flottasti gaurinn í Hollywood og skorið vöðvatröll, þessvegna kemur það mörgum á óvart að hans sterkasti vöðvi er sálin. Mér fannst þessi mynd sýna þennan eiginleika hans svo vel. Hann sá þennan varnarlausa ljóns unga móðurlausan og fótbrotinn í einni af mörgum heimsóknum sínum til Afríku þar sem hann berst gegn hungur sneið. Hann sá litla greið og tók hann að sér. Þvílíkur maður, þvílík hetja.

Hetja Hversdagsins.

Þó við þekkjum hann bara frá eitthverjum vígvelli með byssu skjótandi fólk þá er meira í hann spunnið en það. Eina ástæðan fyrir leik hans í þessum myndum er til að safna peningum fyrir munaðarlausu börnin á ómagaheimilinu. Svo þegar hann er ekki í upptökum grípur hann í gítarinn og syngur fyrir börninn, börn sem hafa ekki en kynnst fegurð lífsins og þekkja ást og væntumþykju og segir þeim að þau séu sérstök ekki bara eitthver stofnunamatur. Þó við sjáum hann bjargi jörðinni í bíó, þá er Van sjálfur að gera svo miklu meira fyrir okkur hérna á jörðinni. Í myndum sínum er hann bara að bjarga eitthverri plátnetu en Van sjálfur er að bjarga okkur, fólkinu sem býr hér. Við getum bara alltaf flutt eitthvað annað en ef við erum ekki hér til að skynja jörðina deyr hún alveg og það myndi gera hin einna sanna heimsendi.

Tuesday, February 14, 2006

Fræðum gegn fordómum.

Ef við lítum aðeins upp sjáum við svo Goðið í öllu sínu veldi.

Fólk á það til að vera eins og villidýr þegar kemur að því að dæma aðra og oftar en ekki hikar fólk ekki að tæta fólk í sundur til þess eins að vera sniðugt. Van Damme dæmi um mann sem hefur orðið fyrir barðinu á þessu hræðilega þjóðfélagsmeini. Þegar ég tala um Van Damme á fólk það til að segja hann lélegan leikara, svona fólk er bara að gera lítið að sjálfu sér með svona kommentum. Ég veit ekki hver birjaði með þessi leiðindi í garð hans Damdams en sá maður hefur greinilega verið eitthvað bitur útí lífið. Sláum höndum saman berjum niður fáfræði og fórdóma, næstkomandi laugardag ætla ég að sýna vel valda Damdam mynd og eru allir velkomnir. Ég efast samt um að við getum horft á þetta hjá mér svo ef eitthver vill lána heimili sitt í nafni málstaðarinns þá skal sá sami senda mér línu eða kommenta hérna fyrir neðan. Einnig þeir sem vilja mæta kommentið hér fyrir neðan.

Van Damme aðdáendur stöndum saman, berjum niður fordóma og drögum sjónarmið afstæðishyggjunar upp úr rassvasanum. Því ég sigrast ekki á þessu einn, við sigrum þetta í krafti fjöldans.

Monday, February 13, 2006

Stofnfundur á laugardag.

Allir sem vilja skrá sig í hin Éslenska Van Damme aðdáendaklúbb skráiði nöfnin ykkur hérna niðri í comments eða sendið mér Emil frikki2000@hotmail.com. Allir að skrá sig og mæta á stofnfundinn, ég er ekki alveg búin að ákveða hvenær hann verður en laugardagurinn kemur samt sterklega til greina.

Ég er á fullu að koma mér í samband við aðdáendaklúbba útí heimi og búin að vera senda bréf útum allan heim í dag. Mér gengur samt best með þessa Jessicu, ég held að ég sé alveg að ná henni á mitt band.

Allt að gerast 2

Ég var að skrifa þessari stelpu í Brussel. Hún er með Van Damme fan síðu og ég var að vonast eftir samvinnu milli Íslands og Belgíu. Þið getið kíkt á þetta hérna, sjá gestabók ;)

http://www.geocities.com/Hollywood/Boulevard/7311/

Sunday, February 12, 2006

Allt að gerast

Ég er að koma mér í samband við Van Damme fansíður útí heimi, svo það er ekki langt í það að við fáum að sjá eitthverja alvöru í þessu. Sjáumst seinna.

Sælt veri fólkið. Ég hef ákveðið að stofna hérna fansíðu. Ég gat ekki valið hvort ég ætti að gera síðu til heiðurs Van Damme eða fansíðu gaursins með skemmtilega bloggið. Svo ég gerði bara bæði. Ég veit að síðan er fremur fátækleg núna en ég stefni á að gera eitthvað gott úr þessu. Hér kem ég til með að vera alltaf með nýjustu fréttir af Van Damme og bloggíðu gaursins.